MEMAXI kerfið er búið til af einstaklingum sem allir hafa reynslu af því að annast heilabilaða og langveika aðstandendur. Allir áttu það sameiginlegt að hafa leitað að góðri, einfaldri lausn til þess að koma á skipulagi og góðum boðleiðum án árangurs. Því varð til hópur hjúkrunarfræðinga, forritara, hönnuða og viðskiptafræðinga sem tók höndum saman að búa til kerfi sem myndi gagnast öðrum í sömu sporum. MEMAXI varð lausnin og fljótt kom í ljós að lausnin hjálpar ekki eingöngu þeim sem eru með heilabilun eins og Alzheimer heldur öllum þeim sem njóta umönnunar og aðstoðar af einhverju tagi.
Þegar rætt var við fagfólk kom í ljós að ekkert kerfi var til til að halda tengja saman alla þá hópa sem veita aðstoðina og sinna umönnuninni, fjölskylduna, félagsþjónustu sveitarfélaga, heimahjúkrun heilsugæslunnar og einkaaðila. Eins kom í ljós að skráning var mikið til eingöngu á pappír og upplýsingar bárust munnlega milli starfsfólks.
Því varð MEMAXI að veruleika, lausn til að tengja ólíka hópa saman og styrkja þá í samskiptum, skipulagi og skráningu.
2009 | Hugmynd kviknar |
2011 | Frumgerð og fyrsta útgáfa |
2014 | 3ja ára styrkur fyrir Memaxi HOME |
2014 | Memaxi HOME útgáfa |
2017 | 2ja ára styrkur fyrir Memaxi PRO Central |
2019 | Memaxi PRO Central útgáfa |
2019 | Í úrslitum á Íslandi fyrir Nordic Startup Awards |
2020 | 2ja ára styrkur fyrir Memaxi PRO Link |
2020 | Þjónustuver fyrir myndsamtöl og stuðningur vegna COVID-19 |
Við uppfyllum skilyrði nýju persónuverndarlöggjafar ESB (GDPR) og störfum sem vinnsluaðili. Við leggjum mikla áherslu á öryggi og að framfylgja lögum og reglum er varða persónuvernd. Á liðnum árum höfum við byggt upp upplýsingaöryggiskerfi og tekið fyrstu skrefin í átt að ISO 27001 vottun. Við fáum reglulega óháð öryggisfyrirtæki til að gera úttektir á innra eftirliti okkar og verkferlum og viðskiptavinir okkar framkvæma einnig á okkur öryggisúttektir og mat á áhrifum persónuverndar. Netþjónar okkar eru hýstir hjá Microsoft Azure í Evrópu.
MEMAXI er hannað af notendum fyrir notendur. Allt frá fyrsta degi höfum við átt í frábæru samstarfi við fagfólk og þjónustuveitendur og fjöldamargar fjölskyldur. Við höfum fengið að koma í heimsóknir inn á heimili og sjá hvaða vandamál þarf að leysa og við höfum fengið að fylgjast með daglegri starfsemi þjónustuveitenda til að skilja alla verkferla og koma auga á það sem tæknin getur leyst.
Fyrir alla þessa vinsemd og aðstoð erum við afar þakklát.
Ef þú ert að kljást við vandamál sem þú telur að MEMAXI geti hjálpað þér með þá viljum við endilega heyra frá þér, fá hugmyndir og frekari upplýsingar.
+354 4152520
info@memaxi.com
Ísland
Reykjavik
Ingunn Ingimars
Framkvæmdastjóri
ingunn.ingimars@memaxi.com
Bretlandseyjar
Rugby, Warwickshire
Paul Crabb
Sala
paul.crabb@memaxi.com
Pólland
Wroclaw
Greg Micorek
Sala
greg.micorek@memaxi.com
Bandaríkin
Mesa, Arizona
Joi Karason
Sala
joi.karason@memaxi.com