Þátttakendur eru Memaxi notendur alls staðar að á landinu frá ýmsum starfsstöðvum. Við hvetjum alla áhugasama notendur, jafnt byrjendur sem reyndari notendur, að mæta, hitta aðra notendur, deila reynslusögum og vinna saman að framþróun Memaxi. Athugið að ekki er um eiginlega kennslu að ræða heldur blandast saman almenn fræðsla frá Memaxi og hugmyndir frá notendum sem við söfnum saman í þremur vinnustofum yfir daginn. Í vinnustofunum munum við taka fyrir myndræna framsetningu (tákn í stað texta), samskiptabókina og dagskrá og skipulag. Einnig verða fjölmörg tækifæri til að ræða aðra þætti Memaxi kerfisins.
Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta í Reykjavík en við bjóðum líka upp á streymi þar sem streymis-þátttakendurnir fara í vinnustofur á netinu.
Við hlökkum mikið til að hitta ykkur og vinna saman að nýjungum í Memaxi. Þetta verður skemmtilegur dagur þar sem við styrkjum böndin og hugsum til framtíðar.
Lokað hefur verið fyrir skráningu á ráðstefnuna.
Tímasetning: | Fimmtudagurinn 27. október 2022 frá 08:30- 15:45 (og hamingjustund/happy hour frá 16:00) |
Staðsetning: | Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 28, 105 Reykjavík, í Galleríinu |
Matur og hressing: | Þátttakendur geta skráð sig í mat sem er morgunkaffi, morgunhressing, hádegismatur og eftirmiðdagshressing fyrir 5.000 kr. alls. Hádegismaturinn er réttur dagsins á Grand Hótel. Ofnæmi og sérþarfir tilkynnist þjónum við komu. Rukkun fyrir mat verður send mánaðarmótin okt/nóv. |
Dagskrá: |